Dómarar í landsdómsmálinu nr. 3/2011, Alþingi gegn Geir Hilmari Haarde
Skv. 2. gr. laga nr. 3 19. febrúar 1963, um landsdóm skulu 15 dómendur eiga sæti í landsdómi. Það eru þeir fimm dómarar við Hæstarétt sem hafa átt þar lengst sæti, dómstjórinn í Reykjavík og prófessorinn í stjórnskipunarrétti. Hinir átta eru kosnir af Alþingi með hlutfallskosningu til sex ára í senn.
Þegar Landsdómur kom fyrst saman haustið 2010 áttu þar sæti Ingibjörg Benediktsdóttir þáverandi forseti Hæstaréttar og þar með Landsdóms og hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Gunnlaugur Claessen, Markús Sigurbjörnsson og Viðar Már Matthíasson, Helgi I. Jónsson dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur og Benedikt Bogason héraðsdómari kjörinn af lagadeild Háskóla Íslands í forföllum prófessorsins í stjórnskipunarrétti. Þeir átta aðal- og varamenn sem kjörnir voru til setu í dóminum af Alþingi vorið 2005 og tóku sæti í dóminum eru Ástríður Grímsdóttir Brynhildur Flóvenz, Fannar Jónasson, Hlöðver Kjartansson, Linda Rós Mikaelsdóttir, Magnús Reynir Guðmundsson, Sigrún Magnúsdóttir og Vilhjálmur H. Vilhjálmsson. Með 1. gr. laga nr. 41/2011 var 2. gr. laga um Landsdóm breytt á þann veg að bætt var við greinina ákvæði um að dómarar sem eiga sæti í landsdómi þegar Alþingi hefur samþykkt málshöfðun gegn ráðherra og varamenn þeirra skulu ljuka meðferð þess máls þrátt fyrir að kjörtímabil þeirra sé á enda.
Þegar aðalmeðferð í landsdómsmálinu nr. 3/2011: Alþingi gegn Geir Hilmari Haarde hófst í mars 2012 hafði sú breyting orðið á skipun dómara að Markús Sigurbjörnsson sem kjörinn var forseti Hæstaréttar frá 1. janúar 2012 tók þar með við sem forseti Landsdóms. Í forföllum Gunnlaugs Claessens hæstaréttardómara tók Eiríkur Tómasson sæti hans og í fjarveru Helga I. Jónssonar dómstjóra við Héraðsdóm Reykjavíkur tók Eggert Óskarsson héraðsdómari sæti hans. Að öðru leyti var dómarahópurinn óbreyttur.
Kjörnir dómarar af Alþingi vorið 2011.
Hinn 10. júní 2011 kaus Alþingi átta menn og jafnmarga varamenn í landsdóm til sex ára. Aðalmenn eru: Ásgeir Beinteinsson, Jónas Þór Guðmundsson, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, Brynhildur G. Flóvenz, Eva Dís Pálmadóttir, Sigrún Blöndal, Þuríður Jónsdóttir, Hjörtur Hjartarson. Varamenn: Heiða Björg Pálmadóttir, Páley Borgþórsdóttir, Ragnhildur Rós Indriðadóttir, Þorgerður Jóhannsdóttir, Svanhildur Hólm Valsdóttir, Jóna Benediktsdóttir, Halldóra Kristín Hauksdóttir, Aðalheiður Ámundadóttir.